ATHUGIĐ! Bloggar.is mun loka 1. apríl 2016!
Bandýfélag Kópavogs

Ađalvalmynd

Auglýsing

Teljari

 • Heimsóknir í dag: ...
 • Ţennan mánuđ: ...
 • Frá upphafi: ...

Međlimir

Arnar Ţórđarson
Bryngeir Arnar Bryngeirsson
Daníel Freyr Sigurđsson
Dong Huang De Marco
Elischeva Zuppinger (Ellí)
Elín K. Linnet
Eva Hrund Guđlaugsdóttir
Fannar Ţórarinsson
Friđrik Helgi Árnason
Guđmundur Már Einarsson
Gunnar Gils Kristinsson
Hafsteinn Ţór Einarsson
Hafsteinn Steinsson
Haraldur Már Gunnarsson
Hákon Jensson
Hlynur Kristjánsson
Hróar Hugosson
Jens Bernward Guđjónsson
Jonas Olson
José Dingdong
Jóhann Hjalti Ţorsteinsson
Jón Áki
Karítas Sif Halldórsdóttir
Kristinn Jósep Kristinsson
Kristján Jökull Sigurđsson
Linda Georgsdóttir
Martin Bruss Smedlund
Max Ekstrand
Nicole Hurtig
Oddgeir Guđmundsson
Oddur Johannesson
Óskar
Pavol Cekan
Sebastian Brands (Sebbi)
Sigfús Steingrímsson
Soffía Björg Sveinsdóttir
Sveinbjörn Pétur Guđmundsson
Zaki Ramadhan
Ţessi hlekkur er til leigu

Leikskipulag á bandýmótinu á sunnudaginn

10. nóvember 2011 klukkan 15:09
Nú er komið á hreint hvað það verða mörg lið á mótinu og búið að útbúa leikskipulag. Liðin eru 6 og spilað verður í einum riðli þar sem að allir spila við alla einn leik, þ.e. 5 leikir á lið. Þar sem að liðin spila svona marga leiki var ákveðið að hafa leikina 1x15 mín með 5 mín hléi milli leikja þar sem að markmenn geta skipt um búning. Það verða ca. 3-4 markmannsbúningar á staðnum og lánskylfur fyrir þá sem þurfa.

Liðin sem taka þátt eru:

 • Bandýdos
 • BR
 • HK karla
 • HK kvenna
 • HK stráka
 • Team SL (þeir mega útskýra fyrir ykkur hvað SL stendur fyrir)

Leikskipulagið er svo hægt að skoða hér: https://docs.google.com/spreadsheet/pub?key=0AkkBwmQZCosddDVEOWl0VHAtdlE5SnB1OHoxdWZlRXc&single=true&gid=0&output=html

Gefin verða 2 stig fyrir sigur og 1 fyrir jafntefli. Það verða svo glæsileg verðlaun fyrir stigahæsta liðið (nema það sé HK karla, þeir eiga ekkert svoleiðis skilið. Næst hæsta liðið fær verðlaunin ef svo er)

Við fáum salinn kl. 11:30 og liðin geta mætt þá og hitað upp ef þau vilja. Ef að einhverjir gætu hjálpað til á ritaraborðinu eða jafnvel dæmt í þeim leikjum sem þau spila ekki í þá væri það líka vel þegið :)

Sjáumst hress á sunnudaginn :)

Kveðja,
Gunnar

Bandýfélag Kópavogs

Bikarmótiđ í bandý 2011 (taka 2)

16. október 2011 klukkan 10:39
Sunnudaginn 13. nóvember munu Bandýnefnd ÍSÍ og HK efna til bikarmóts í bandý í Kórnum í Kópavogi.

Mótið stendur yfir heilan dag frá klukkan 12-18 en fjöldi og lengd leikja mun fara eftir fjölda liða sem taka þátt en líklega verða leikirnir 2x10 mín. eða 2x15 mín. Þátttökugjald er 15.000 kr. á lið sem þarf að greiðast inn á reikning 525-14-604806, kt. 620306-0530 áður en skráningu á mótið lýkur.

Hámarksfjöldi leikmanna per lið er 16 og mega liðin vera blönduð strákum og stelpum.

Markmenn geta fengið lánaðan tilskyldan hlífðarbúnað í leikjum og leikmönnum verður hægt að útvega lánskylfur ef þess þarf.

Nánari upplýsingar um mótið verður hægt að nálgast á vefsíðunni bk.bloggar.is þegar nær dregur móti.

Skráning liða er móttekin á netfanginu bandynefnd@gmail.com. Koma þarf fram nafn á liði og grófur leikmannalisti. Endanlegur leikmannalisti þarf þó ekki að liggja fyrir fyrr en kl. 17 daginn fyrir mótið og þurfa þá markmaður og fyrirliði að vera tilgreindir sérstaklega.

Opið er fyrir skráningu til 8.nóvember.

Bandýfélag Kópavogs

Ćfingar og mótamál

20. september 2011 klukkan 07:37
Vetrarstarfiđ og bandýćfingar eru hafnar á fullum krafti hjá HK. Öllum er velkomiđ ađ mćta!
Um mánađarmótin október-nóvember bikarmótiđ í bandý... Nánar
Bandýfélag Kópavogs

Bikarmóti frestađ

01. júní 2011 klukkan 18:23
Við þurfum því miður að fresta mótinu fram í sept./okt. sökum of lítillar þátttöku. Það gengur greinilega ekki að hafa svona mót í júní. Vonumst til að sjá ykkur sem flest í haust.
Bandýfélag Kópavogs

Bikarmótiđ í bandý 2011

20. maí 2011 klukkan 11:48
Laugardaginn 4. júní munu Bandýnefnd ÍSÍ og HK efna til bikarmóts í bandý í íþróttahöllinni Kórinn í Kópavogi.

Mótið stendur yfir heilan dag frá klukkan 10-18 og er tilvalið fyrir nýliða í greininni að sjá hvað íþróttin hefur upp á að bjóða hvað varðar spilun, keppnisanda og skemmtun.

Öllum er velkomið að skrá lið á mótið og er eina krafan sú að liðið fullnægi lágmarksfjölda liðsmanna, þ.e.a.s. einum markmanni og fimm útileikmönnum. Hámark er sett á sextán leikmenn per lið. Fjöldi og lengd leikja mun fara eftir fjölda liða sem taka þátt en líklega verða leikirnir 2x10 mín. eða 2x15 mín. Þátttökugjald er 15.000 kr. á lið.

Markmenn geta fengið lánaðan tilskyldan hlífðarbúnað í leikjum og leikmönnum verður hægt að útvega lánskylfur ef þess þarf.

Nánari upplýsingar um mótið verður hægt að nálgast á vefsíðunni bk.bloggar.is þegar nær dregur móti.

Skráning liða er móttekin á netfanginu bandynefnd@gmail.com. Koma þarf fram nafn á liði og leikmannalisti, þar sem markmaður og fyrirliði eru tilgreindir sérstaklega. Opið er fyrir skráningu til 1.júní.

Bandýfélag Kópavogs

Kynningar á bandý

07. október 2010 klukkan 17:03

Arnar er búinn að hafa samband við flesta grunnskóla í Kópavogi upp á að fá að kynna bandý í leikfimitímum og hefur alls staðar verið tekið vel í það. Það er þegar búið að halda kynningu í Digranesskóla sem heppnaðist mjög vel.

Hann er búinn að setja upp plan fyrir næstu vikur og viljum við bjóða öllum sem hafa áhuga á að taka að sér kynningu í einhverjum skólanum. Það myndu alltaf vera a.m.k. tveir saman með hvern hóp og það þarf ekki að vera neinn sérfræðingur í bandý, bara að hafa gaman að því að vera með krökkunum. Planið má finna hér.
Arnar og Matti geta gefið góðar leiðbeiningar um það hvernig hægt væri að skipuleggja tímana.

Ef þið hafið áhuga, endilega hafið samband við Arnar (arnar_t@hotmail.com) eða mig (haffi67@gmail.com).

-Haffi

Bandýfélag Kópavogs

Ćfingar ađ hefjast

01. september 2010 klukkan 14:11
Jæja, nú er loksins komið á hreint hvernig æfingatímarnir okkar verða í vetur. Við verðum í Kórnum í Kópavogi og meistaraflokksæfingar verða á mánudögum kl. 19:15-21:00 og á fimmtudögum kl. 19:00-21:00.

Einnig verðum við með unglingastarf sem skiptist í tvo aldurshópa, 13-15 ára og 16-19 ára.

13-15 ára hópurinn verður á föstudögum kl. 19-21 og á laugardögum kl. 13:30-15:00.

16-19 ára hópurinn verður á föstudögum kl. 19-21 og á laugardögum kl. 15:00-16:30.

Við höfum ekki náð að kynna unglingastarfið mikið þar sem að tímarnir lágu ekki fyrir en við gerum ráð fyrir því að það byrji í lok september. Á meðan hvet ég alla til að kynna þetta fyrir litlum bræðrum, systrum, frændum og frænkum. Við tökum á móti skráningum á netfanginu bandyfelag.kopavogs@gmail.com.

Meistaraflokksæfingar byrja hins vegar strax eða á morgun fimmtudag kl. 19.

Sjáumst sem flest á morgun!
Bandýfélag Kópavogs

BK verđur HK

29. júní 2010 klukkan 22:50
Nú er það orðið staðfest að stofnuð verður bandýdeild til reynslu innan HK næsta vetur og mun starfsemi BK færast þangað. Þetta þýðir það að við höfum aðstöðu til að hefja unglingastarf í bandý og mun það hefjast strax í haust. Þetta mun einnig hafa ýmsar breytingar í för með sér fyrir meistaraflokkinn:
 • Æfingagjöld munu lækka miðað við það sem áður var, þó er ekki hægt að segja til um hve mikið það verður á þessari stundu. Einnig munu æfingagjöldin nýtast frekar í að kaupa búnað eins og bolta og markmannsgalla.
 • Æfingar munu að öllum líkindum færast upp í Kórinn, það er ekki alveg komið í ljós hvenær við fáum æfingapláss en líklega á svipuðum tíma og hefur verið (kl. 20 á kvöldin). 
 • Með því að vera innan HK verða ýmsir hlutir mikið auðveldari, t.d. hvað varðar innheimtu æfingagjalda o.s.frv. Fjármál deildarinnar verða eftir sem áður sjálfstæð að öllu leyti. Einnig getum við nýtt okkur samninga sem HK er aðili að þegar, eins og t.d. hvað varðar búningakaup þ.a. við fáum sömu kjör á þeim og aðrar deildir innan HK.

Ég tel að þetta sé mikið framfaraskref fyrir liðið og íþróttina í heild hér á Íslandi og ég vona að þessi reynslutími gangi vel og að þetta samstarf sé komið til að vera. Ef þið hafið einhverjar spurningar, endilega setjið inn athugasemdir eða sendið okkur tölvupóst á bandyfelag.kopavogs@gmail.com.

-Haffi 

Bandýfélag Kópavogs

Hrunamenn dottnir úr keppni

21. maí 2010 klukkan 20:42
Hrunamenn hafa dregið sig úr keppni og því var ákveðið að leikirnir verði lengdir í 2x20 mín. með 5 mín pásu milli leikhluta. Tvö lið munu lenda í því að spila 2 leiki í röð og var ákveðið að láta 2 fjölmennustu liðin gera það en það eru Bandýfélag Reykjavíkur og Bandýfélag Kópavogs. Pásur milli þessara leikja verða því lengri í staðinn.

Nýtt leikskipulag er svona:

1. 10:30 BH - ÓK
2. 11:20 BR - BK
3. 12:20 BH - BK
4. 13:10 ÓK - BR
5. 14:10 BH - BR
6. 15:00 ÓK - BK

 

Bandýfélag Kópavogs

Leikskipulag á mótinu

18. maí 2010 klukkan 14:28
Fimm lið eru skráð til þátttöku á mótið í Smáranum á laugardaginn. Þau eru:

1. Badmintonfélag Hafnarfjarðar (BH)
2. Bandýfélag Kópavogs (BK)
3. Bandýfélag Reykjavíkur (BR)
4. Ósvífnu kóbrurnar (ÓK)
5. Ungmennafélag Hrunamanna (UMFH)

Spilað verður í einum riðli og leikirnir verða 2x15 mín. með 5 mín. pásu milli leikhluta. Það lið sigrar mótið sem er með flest stig en 2 stig fást fyrir að vinna leik og 1 stig fyrir jafntefli. Ef að lið eru jöfn að stigum þá gildir innbyrðis viðureign liðanna fyrst, svo markatala og ef svo óheppilega vill til að allir þessir hlutir séu jafnir þá vinnur það lið sem er með færri refsimínútur.

Dagskráin verður svo eftirfarandi:

1. 10:00 Húsið opnar, leikmenn geta byrjað að hita upp
2. 10:30 BH - ÓK
3. 11:10 BR - BK
4. 11:50 UMFH - BH
5. 12:30 ÓK - BR
6. 13:10 BH - BK
7. 13:50 ÓK - UMFH
8. 14:30 BH - BR
9. 15:10 BK - UMFH
10. 15:50 ÓK - BK
11. 16:30 BR - UMFH
12. 17:10 Verðlaunaafhending og mótsslit

Það getur hver sem er komið og stutt sitt lið. Það kostar ekkert inn frekar en venjulega :)

Bandýfélag Kópavogs